Betra Box
Keith's Cacao - 100% Ceremonial Kakó
Keith's Cacao - 100% Ceremonial Kakó
Couldn't load pickup availability
Keith's Cacao - Mitt uppáhald - Eitt besta kakóið í heiminum, hvað finnst þér?
454gr af 100% hreinu kakói frá Guatemala.
🔥 TILBOÐ:
🔥 SVÖRT HELGI + STAFRÆNN MÁNUDAGUR
✨ 11% afsláttur af 1-2 plötum af Keith's
✨ 20% afsláttur + frí sending á 3+ plötum
✨ Gildir til og með 1 desember, 2025.
✨ Kemur sjálfkrafa við checkout.
Venjulega gildir:
- Frí sending á Dropp afhendingarstöð þegar þú kaupir 3 plötur eða fleiri.
- 5% afsláttur við 4 plötur eða fleiri.*
- Frí heimsending (eða á vinnustað) við 5 plötur eða fleiri.**
- Þar að auki: 10% afsláttur við 5 plötur eða fleiri.*
Keith’s Cacao er 100% hreint ceremonial kakó, unnið úr sérvöldum kakóbaunum frá Guatemala. Hver baun er handtínd, flokkuð, létt ristuð og steytt í hreinan kakómassa. Í hverri plötu eru 454g af 100% hreinu kakói - ekkert annað.
Þetta kakó hefur verið kallað “fæða guðanna” og hefur verið notað í Mið-Ameríku í aldir sem nærandi, tengjandi og heilagur drykkur. Keith’s Cacao er áframhald þeirrar hefðar - með virðingu fyrir jörðinni, samfélaginu og upprunanum.
Keith’s Cacao er 100% vegan og hentar vel fyrir paleo-lífsstíl. Í smærri skömmtum hentar það einnig þeim sem fylgja ketó-mataræði.
Saga og uppruni
Keith’s Cacao er nefnt eftir Keith Wilson, sem flutti til San Marcos í Guatemala árið 2003. Hann helgaði líf sitt því að finna bestu kakóbaunina sem til er og gera hana aðgengilega fyrir heiminn.
Kakóið er unnið og framleitt í samstarfi við innfædda bæjarbúa og nemendur Keith’s - þannig hefur skapast falleg fjölskylda í kringum reksturinn. Markmiðið hefur alltaf verið að koma kakóinu til fólks sem upplifun, ekki aðeins sem vara.
Mín upplifun og tenging við kakóið
Þetta er ekki venjulegt súkkulaði - þetta er drykkur sem hefur verið notaður í hundruð ára til að næra, tengja og opna hjartað.
Ég drek Keith’s Cacao oft þegar ég vil dýpka hugleiðslu, auka sköpun eða einbeitingu, eða einfaldlega til að finna meiri ró í líkamanum.
Þegar ég drekk það finn ég fyrir krafti, styrk og stöðugri orku sem kemur án þess að líða fyrir niðursveiflu eins og með koffíndrykkjum. Það hjálpar mér að vera meðvitaðri, núvitandi og þakklátur fyrir lífið sjálft.
Það er mín persónulega reynsla, og hver og einn finnur sína leið og upplifun með kakóinu.
Næring og og innihald
Samkvæmt framleiðanda inniheldur hver 28 g skammtur:
>750 mg kakóflavanóla
>100 mg magnesíum
* 1 mg járn
* 26 mg kalsíum
* 232 mg kalíum
* 6 g trefjar
* 4 g prótein
* 14 g fita (þar af 9 g mettuð fita)
* 8 g kolvetni (0 g sykur)
<5 mg koffín (svipað og í koffínlausu kaffi)
Helstu upplýsingar aðgengilegar á umbúðum og viðbótarupplýsingar beint af upplýsingum vörunnar frá framleiðanda. - Sjá Nutrition Info og innihaldslýsingu á pakkningu.
Heimilar ESB-fullyrðingar:
Heimilar ESB-fullyrðingar samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1924/2006:
Cocoa flavanols
Kakóflavanólar stuðla að viðhaldi teygjanleika æða, sem stuðlar að eðlilegu blóðflæði. (Reglugerð (ESB) nr. 432/2012, samþykkt af EFSA 2012, EFSA Journal 10(7):2809)
Magnesíum
- Stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi
- Stuðlar að eðlilegri orkumyndun
- Dregur úr þreytu og sleni
- Stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins
Járn
- Stuðlar að eðlilegri myndun rauðra blóðkorna og blóðrauða
- Stuðlar að eðlilegri flutningi súrefnis í líkamanum
- Stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins
- Dregur úr þreytu og sleni
Kalsíum
- Nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna
- Stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi
- Stuðlar að eðlilegri boðmiðlun milli frumna
- Stuðlar að eðlilegri starfsemi meltingarensíma
Kalíum
- Stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins
- Stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi
- Stuðlar að viðhaldi eðlilegs blóðþrýstings
Trefjar
- Stuðla að eðlilegri starfsemi meltingarkerfisins
*Fullyrðingar byggjast á samþykktum heilsufullyrðingum í EU Register of Nutrition and Health Claims samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1924/2006.
Öryggi og ábyrg notkun
Ef þú ert á blóðþrýstingslyfjum, MAO-hamlandi lyfjum eða ert með hjartavandamál - byrjaðu á litlum skammti og ráðfærðu þig við lækni. Kakóið inniheldur náttúruleg efni eins og theobromín sem geta haft áhrif á lyf. Hlustaðu á þinn líkama.
Skammtastærðir og notkun
Ceremonial kakó virkar mismunandi eftir einstaklingum og skömmtum – hér eru helstu viðmið:
42 g ceremonial skammtur: djúp tenging og athöfn.
20–28 g daglegur skammtur: hlý, skýr orka og einbeiting.
5–15 g örskammtur: létt fókus og vellíðan.
8–10 g á kvöldin: sumir segja frá rólegri svefni og dýpri draumum.
Framleiðandi stingur upp á 28g sem almennum skammti til viðmiðunar en er ekki tilgreindur sem eitthvað lágmark eða hámark.
Besta leiðin til að njóta:
Blandaðu kakóinu í heitt vatn eða plöntumjólk og hrærðu þar til drykkurinn verður silkimjúkur.
Ekki sjóða - það getur skemmt næringarefni.
Bættu við kryddum eftir smekk (t.d. kanil, vanillu, cayenne eða anís).
Sumir nota blandara til að fá loftmeiri og mjúka áferð.
Drekktu alltaf vel af vatni með - kakóið er vökvalosandi.
Þetta er ekki bara drykkur - þetta er athöfn, næring og stund með sjálfum sér.
Almennar upplýsingar
Geymsluskilyrði: Geymist á svölu og þurru, varið beinu sólarljósi.
Framleiðandi: Keith’s Cacao, San Marcos La Laguna, Sololá, Guatemala
Innflytjandi á Íslandi: Betra Box ehf., Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík, Ísland, betrabox@betrabox.is
* Gildir ekki samhliða öðrum tilboðum eða afsláttur.
** Innan Íslands.
