Betra Box
Keith's Cacao - 100% Ceremonial Kakó (454 g)
Keith's Cacao - 100% Ceremonial Kakó (454 g)
Couldn't load pickup availability
Keith's Cacao er 100% Ceremonial Kakó frá Lake Atitlán, Guatemala.
Engu bætt við. Ekkert tekið úr. Um ~16 skammtar í einni plötu (454 g) — Bollinn á 617 kr.
Frí sending með Dropp þegar þú kaupir 2+ plötur.
✨ Kaupirðu fleiri? Þá færðu meira:
- 3+ plötur: 5% afsláttur af körfu *
-
4+ plötur: Frí heimsending
(eða á vinnustað) ** -
5+ plötur: 10% afsláttur af körfu *
Náttúrulegt næringarinnihald
Einn skammtur af Keith’s Cacao inniheldur:
~25% af ráðlögðum dagskammti af magnesíum
~7% af ráðlögðum dagskammti af járni
~12% af ráðlögðum dagskammti af kalíum
~8% af ráðlögðum dagskammti af prótein
Keith’s Cacao er unnið úr sérvöldum kakóbaunum sem eru handtíndar, létt ristaðar og steyttar í hreinan kakómassa.
Þetta er hefðbundin vinnsla sem varðveitir bragð, áferð og náttúruleg einkenni kakósins — ólíkt því sem oft gerist í hraðari, iðnvæddri framleiðslu.
Kakóbaunirnar koma frá bændum í Guatemala og vinnslan fer fram í samstarfi við heimamenn við Lake Atitlán. Það er unnið með virðingu fyrir fólkinu, samfélaginu og upprunanum.
Þess vegna velja margir Keith’s Cacao í sköpun, hugleiðslu og athafnir — eða sem daglega, meðvitaða stund.
Ceremonial kakó hefur oft verið kallað „fæða guðanna“ og hefur verið notað í Suð- og Mið-Ameríku í aldir sem hluti af menningu, athöfnum og daglegu lífi.
Keith’s Cacao er áframhald þeirrar hefðar — með virðingu fyrir jörðinni, samfélaginu og upprunanum.
Keith’s Cacao er 100% vegan, glútenlaust, sykurlaust og mjólkurlaust. Það getur hentað þeim sem fylgja paleo-lífsstíl og, í smærri skömmtum, einnig þeim sem fylgja ketó-mataræði.
Saga og uppruni
Keith’s Cacao er nefnt eftir Keith Wilson, sem flutti til San Marcos La Laguna í Guatemala árið 2003. Þar helgaði hann líf sitt því að kynnast kakóinu á dýpri hátt og finna baunir sem endurspegluðu gæði, uppruna og hefð.
Kakóið er unnið og framleitt í samstarfi við heimamenn og með árunum hefur myndast náið samfélag í kringum vinnsluna. Frá upphafi hefur markmiðið verið að miðla kakóinu sem upplifun — ekki aðeins sem vöru.
Keith lést árið 2024. Arfleifð hans lifir áfram í Keith’s Cacao og nemendum hans, með þeim gildum sem hann lagði upp með: hógværð, virðingu og tengingu við upprunann.
Mín upplifun og tenging við kakóið
Þetta er ekki venjulegt súkkulaði — heldur drykkur sem hefur verið notaður í hundruð ára sem hluti af athöfnum og daglegum stundum.
Ég drekk Keith’s Cacao daglega - sérstaklega þegar ég vil dýpka hugleiðslu, styðja við sköpun eða einbeitingu, eða einfaldlega gefa mér rólega og meðvitaða stund.
Fyrir mig tengist kakóið stöðugleika, einbeitingu og nærveru — án þess að vera yfirþyrmandi.
Ég finn líka fyrir jákvæðum áhrifum kakósins á líkamlegu og andlegu heilsuna mína.
Þetta er mín persónulega reynsla, og upplifun fólks er mismunandi. Hver og einn finnur sína leið með kakóinu.
Næring og innihald
Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda, per 28 g skammt:
Steinefni og lífvirk efni
- 100 mg magnesíum (25% RDS)
- 1 mg járn (7% RDs)
- 232 mg kalíum (12% RDS)
- 750 mg kakóflavanóla (náttúruleg andoxunarefni kakós)
Náttúrulega lágt í koffíni
<5 mg per bolla (svipað og koffínlaust kaffi)
Makróefni
- 14 g fita (þar af 9 g mettuð fita)
- 8 g kolvetni (þar af 0 g sykur)
- 6 g trefjar
- 4 g prótein
Orka:
- 720 kJ / 180 kcal (28 g skammtur)
Kakóið inniheldur fleiri virk efni en þau eru í svo lágum skömmtum að ekki má taka þau fram í auglýsingar eða marksðasskyni.
Heimilar ESB-fullyrðingar:
Samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1924/2006:
Kakóflavanólar
- Kakóflavanólar stuðla að viðhaldi teygjanleika æða, sem stuðlar að eðlilegu blóðflæði.
Magnesíum
- Stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi
- Stuðlar að eðlilegri orkumyndun
- Dregur úr þreytu og sleni
- Stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins
Járn
- Stuðlar að eðlilegri myndun rauðra blóðkorna og blóðrauða
- Stuðlar að eðlilegri flutningi súrefnis í líkamanum
- Stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins
- Dregur úr þreytu og sleni
Kalíum
- Stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins
- Stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi
- Stuðlar að viðhaldi eðlilegs blóðþrýstings
Trefjar
- Stuðla að eðlilegri starfsemi meltingarkerfisins
Öryggi og ábyrg notkun
Ef þú ert á blóðþrýstingslyfjum eða ert með hjartavandamál er ráðlagt að byrja á litlum skammti og ráðfæra sig við lækni.
Kakóið inniheldur náttúruleg efni, svo sem theobromín, sem geta haft áhrif í samspili við ákveðin lyf. Hlustaðu á þinn líkama.
Skammtastærðir og notkun
Ceremonial kakó virkar mismunandi eftir einstaklingum og skömmtum. Hér eru algeng viðmið byggð á ráðleggingum framleiðanda, Keith's Cacao:
- 8–11 g – mjög léttur skammtur. Sumir nota seint á kvöldin eða í rólegum athöfnum.
- 11–21 g – fyrir viðkvæma eða þá sem hafa drukkið kakó lengi.
- 28 g – algengur skammtur fyrir hugleiðslu, sköpun og einbeitingu.
- 34 g – notað af sumum fyrir létta hreyfingu, jóga eða dans.
- 42 g – hefðbundinn ceremonial skammtur.
- Allt að 57 g – efri mörk fyrir reynda drykkjendur. Ekki mælt með fyrir fyrstu upplifun
Mælt er með að byrja á lægri skammti og auka smám saman eftir því sem hentar hverjum og einum.
Besta leiðin til að njóta:
- Blandaðu kakóinu í heitt vatn eða plöntumjólk og hrærðu þar til drykkurinn verður silkimjúkur
- Ekki sjóða
- Krydd eftir smekk: kanil, vanilla, cayenne eða anís
- Sumir nota blandara fyrir loftmeiri áferð
Drekktu vel af vatni samhliða, þar sem kakó getur haft vökvalosandi áhrif.
Þetta er ekki bara drykkur - þetta er athöfn, næring og stund með sjálfum sér.
Almennar upplýsingar
- Geymsla: Geymist á svölu og þurru, varið beinu sólarljósi
- Framleiðandi: Keith’s Cacao, San Marcos La Laguna, Sololá, Guatemala
-
Innflytjandi: Betra Box ehf., Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík
✉️ betrabox@betrabox.is
* Gildir ekki með öðrum tilboðum eða afsláttum.
** Innan Íslands.
